Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 461. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1058  —  461. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um staðla og Staðlaráð Íslands.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Svein Þorgrímsson frá iðnaðarráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins, Verslunarráði Íslands og Frumherja.
    Með frumvarpinu er hlutverk Staðlaráðs Íslands fest í sessi og skýrt kveðið á um ótvírætt umboð þess til að staðfesta alþjóðlega og evrópska staðla sem íslenska, og til að annast gerð séríslenskra staðla og starfrækja fagstaðlaráð.
    Staðlaráð Íslands er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Nefndin er sammála um að rýmka aðildina að ráðinu þannig að hún sé öllum heimil en ekki einungis hagsmunaaðilum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:

1. Við 4. gr. Í stað orðanna „heimil öllum hagsmunaaðilum“ í 1. mgr. komi: öllum heimil.
2. Við 9. gr. Í stað orðanna „öðlast gildi 1. janúar 2003“ í 1. málsl. komi: öðlast þegar gildi.

    Árni R. Árnason og Kjartan Ólafsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 20. febr. 2003.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Pétur H. Blöndal.


Svanfríður Jónasdóttir.



Árni Steinar Jóhannsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Jóhann Ársælsson.



Ólafur Örn Haraldsson.